Krækiberjasaft 10 dl krækiber 3 cm engiferrót eða 2 msk engifersafi/skot 1 stöngull sítrónugras safinn úr 1 sítrónu eða 2 msk hreinn sítrónusafi úr flösku Aðferð Setjið allt í blandara og blandið vel saman. Sigtið síðan í gegnum spírupoka (sem fæst hjá Ljósinu Langholtsvegi 49) eða í gegnum klút (gasbleyju) eða nælonsokk, eða grænmetispoka sem fást í Hagkaup í grænmetisdeildinni. Hellið saftinni á flöskur og geymið í kæli.